Skólaslit og lokatónleikar Nú er komið að lokum starfsársins í Allegro. Lokatónleikarnir eru á morgun miðvikudag í Langholtskirkju eins og vonandi al

fretta bordi frumrit

Skólaslit og lokatónleikar

Nú er komið að lokum starfsársins í Allegro. Lokatónleikarnir eru á morgun miðvikudag í Langholtskirkju eins og vonandi allir vita! Píanónemendur eru allir beðnir að vera stundvíslega mættir kl. 16.00 í kirkjuna. Þar verður rennt yfir þeirra prógramm. Ef einhverjir foreldrar geta mætt 10 mínútum fyrr og aðstoðað við að renna píanóunum upp á svið er það vel þegið!
Allir strengjanemendur mæti kl. 16.30 til að stilla hljóðfærin. Sellóum verður stillt upp á pallinum áður en tónleikar hefjast. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17.00 og allir mæta snyrtilega til fara! Ungbarnahópur byrjar og síðan koma selló. Píanó piccoló og píanóhópur 1 og 2 leika öll sín lög í syrpu. Síðan píanóhópar 3, 4 og 5. Að lokum koma fiðlurnar - í fyrstu syrpu verður: Fiocco Allegro, Seits 1, Veiðimannakór, Brahms vals og Gavotta eftir Gossec og í seinni syrpu Menúett 1, Andantino, Allegro, Mér um hug, Kópavogur og Gulur rauður. Til að spara tíma verður rennt í gegnum hverja syrpu án klapps. Á eftir verða afhentar umsagnir fyrir veturinn.
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

Könnun meðal foreldra

Nú stendur yfir könnun á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur meðal foreldra barna í tónlistarnámi sem stutt er af Reykjavíkurborg. Tímasetning könnunarinnar var meðal annars valin vegna tíðni annarra kannana til foreldra.
Við viljum hvetja alla foreldra til að taka þátt í könnuninni og sýna í verki hvort þeim líkar það starf og þá þjónustu sem við innum af hendi. Við höfum ekki fengið neina aukningu í fjárveitingum enda þótt við höfum leitað eftir því, og þurfum þess vegna að halda að okkur höndum og fækka nemendum næsta vetur. Það væri því okkur styrkur ef foreldrar taka virkan þátt í könnuninni. Ef könnunin hefur farið fram hjá ykkur, er þess að vænta að ítrekun verði send út innan skamms. Könnunin er send út á þau netföng sem skráð voru í nemendaskránni í byrjun árs, ekki samkvæmt póstlista fréttabréfs.

1px