15 jan 2014 Frístundakortið Nú hefur verið opnað fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Reykjavík fyrir vor 2013, og þar sem seðlar skólagjalda fara út

fretta bordi frumrit

15 jan 2014

Frístundakortið

Nú hefur verið opnað fyrir ráðstöfun frístundakortsins í Reykjavík fyrir vor 2013, og þar sem seðlar skólagjalda fara út í byrjun næstu viku við ég biðja alla sem vilja nýta kortið upp í næstu greiðslu skólagjalda að sækja um strax, eða fyrir þriðjudaginn 21 janúar.

Kammervika

Kammervikan okkar er í næstu viku, þá breytum við til og æfum samspilshópa, stóra sem smáa. Við vonum að þessi tilbreyting falli ykkur vel, og vonum að tímarnir sem ykkur hefur verið úthlutað gangi upp. Dagskráin er hér. Uppskerutónleikar verða á venjulegum hádegistónleikatíma laugardaginn 25. janúar kl 11.30 í Sal Fóstbræðra og svo aðrir á eftir hóptímum kl. 14.15.

Skóladagatal og kaffilisti fyrir vorönn!

Skóladagatal fyrir vorönn hefur verið uppfært og er aðgengilegt á vefnum.

Kaffiumsjónarlisti foreldrafélagsins hefur sömuleiðis verið uppfærður og settur á heimasíðuna.

Tónleikar ungra einleikara

Við viljum benda ykkur sérstaklega á tónleika sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið kl. 19.30 þar sem ungir einleikarar spreyta sig á tónleikapallinum. Þar á meðal er Rannveig Marta Sarc sem hefur hlotið tónlistaruppeldi hjá okkur í Allegro, en hún mun leika einleik í fiðlukonsert Sibelíusar.
Nánari upplýsingar hér. Athugið að nemendur fá 50% afslátt af miðaverði.

Foreldraviðtöl

Það er á stefnuskrá okkar að bjóða foreldraviðtöl að minnsta kosti einu sinni á vetri. Við teljum að janúar sé góður tími. Tímasetningin er samkomulag milli kennara og foreldra.

Námskeið í Póllandi

Ef einhverjir fiðluforeldrar og nemendur hafa áhuga á námskeiði í Póllandi næsta sumar þarf að sækja um sem fyrst, þar sem námskeiðið þar fyllist mjög fljótt. Hér er umsóknartengill.

1px