Velheppnaður laugardagur! Kæru foreldrar og nemendur! Takk fyrir síðast - á laugardaginn var! Afmæliskaffið og tónleikarnir heppnuðust vel, bestu þa

fretta bordi frumrit
kræsingar blom

Velheppnaður laugardagur!

Kæru foreldrar og nemendur!
Takk fyrir síðast - á laugardaginn var! Afmæliskaffið og tónleikarnir heppnuðust vel, bestu þakkir til núverandi og fyrrverandi nemenda sem komu fram, og þakkir til þeirra sem komu með blóm - Kesara, Adeline, Vala og fjölskyldur, Foreldrafélagið, Hollvinafélagið!

formadur

Höfðingleg gjöf

Hollvinafélag Allegro færði skólanum að gjöf 150.000 krónur í tilefni 15 skemmtilegra ára! Er hollvinum hér með færðar bestu þakkir fyrir og við munum gera okkar besta til að verja fjármununum vel! Meiri fréttir af því síðar! Myndin hér til hliðar er af Steinþóri varaformanni við þetta tækifæri.

spilarar

Góðar fyrirmyndir

Það hefur meira gildi í tónlistarnámi en margur gerir sér grein fyrir að eiga fyrirmyndir í tónlistinni til að líta upp til. Þess vegna ætlum við að halda áfram að fá eldri og lengra komna nemendur til að koma fram á laugardagstónleikum í vetur.

Tónleikar og masterklass

Sigurbjörn Bernhaðrsson mun leika fiðlusónötur Brahms á tónleikum í Salnum , Kópavogi á miðvikudagskvöld, ásamt Önnu Guðnýju píanóleikara. Fyrir þá sem ekki vita er Sigurbjörn bróðir Svövu sem hefur kennt við Allegro. Sigurbjörn verður síðan með Masterklass föstudaginn 20. september kl. 20 í Listaháskóla Íslands, Sölvhóli. Aðgangur þar er ókeypis og öllum heimill, tilvalið fyrir eldri fiðlunemendur!

Á sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöld verður síðan leikinn fiðlukonsert í a-moll eftir Bach sem er í Suzuki fiðlubók 7. Hópur úr Allegro hefur tekið sig saman og ætlar að fara á tónleikana. Vonandi verða farnar fleiri slíkar ferðir í vetur.

lesa

Bílastæði

Foreldrar eru minntir á að nota bílastæðin sem eru fyrir framan innganginn, ekki stæðin fyrir framan Veiðibúðina!

1px