22 janúar 2014 Hér eru tvær tilkynningar sem okkur er ljúft að koma á framfæri! Philipp Glass Tónlistarhúsið Harpa mun veita 50% nemendendaafslátt

fretta bordi frumrit

22 janúar 2014
Hér eru tvær tilkynningar sem okkur er ljúft að koma á framfæri!

Philipp Glass

Tónlistarhúsið Harpa mun veita 50% nemendendaafslátt á tónleika Philip Glass þriðjudaginn 28. janúar kl. 20.00 í Eldborg. Prentið út ÞESSA MYND og sýnið í miðasölu Hörpu.

Philip Glass sem nú er orðinn 76 ára gamall telst meðal merkustu tónskálda tónlistarsögunnar og er á meðal áhrifamestu tónlistarmanna 20. aldarinnar. Hann hefur starfað með listamönnum úr öllum listgreinum og öllum stílum tónlistar og er fyrsta tónskáldið sem vinnur til verðlauna og viðukenningar jöfnum höndum fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk. Philip Glass hefur starfað með listamönnum af ýmsum toga s.s. Woody Allen, Allen Ginsberg, David Bowie, Paul Simon, Doris Lessing, Yo Yo Ma svo fáeinir séu nefndir.

Glass er að mestu hættur að koma sjálfur fram á tónleikum svo þetta er einstakt tækifæri til að upplifa tónskáldið sjálft í Hörpu.
Á efnisskránni mun Philip Glass frumflytja Etýður óútgefin píanóverk eftir sjálfan sig ásamt þeim Víkingi Heiðari og japanska píanóleikaranum Maiki Namekawa.
Philip Glass hugsaði upphaflega Etýðurnar, safn tuttugu verka fyrir einleikspíanó til að styrkja leikni sína á hljóðfærið. Sextán þeirra samdi hann á tíunda áratugnum og snerist þá hver og ein um ákveðið tæknilegt atriði. Síðustu fjórar etýðurnar voru loks pantaðar meira en tíu árum síðar, í tilefni af 75 ára afmæli tónskáldsins og frumfluttar í Perth í Ástralíu 16. febrúar sl.

Fyrir hönd Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur
Elfa Lilja Gísladóttir

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna slær upptaktinn á nýju ári.

Upptakturinn fékk frábærar viðtökur árið 2013. Til þátttöku voru send inn 59 tónverk eftir 44 ungmenni. Þrettán tónverk komust áfram til frekari úrvinnslu og voru fullunnin undir stjórn tónskáldanna Hafdísar Bjarnadóttur og Tryggva M. Baldvinssonar. Það var glæsilegur hópur ungmenna sem hlustaði á verkin sín frumflutt af atvinnutónlistarfólki í Norðurljósasal Hörpu á upphafsdegi Barnamenningarhátíðar í Reykjavík í apríl síðastliðnum. (Þar á meðal var einn nemandi Allegro, Viktor Frank!)

Allar nánari upplýsingar eru hér í brefi til foreldra og kennara
Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri

1px