12 febrúar 2014 Aðalfundarboð Aðalfundur foreldrafélags Suzukitónlistarskólans Allegro verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014, kl. 20:00 í sal

fretta bordi frumrit

12 febrúar 2014

Aðalfundarboð

Aðalfundur foreldrafélags Suzukitónlistarskólans Allegro verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014, kl. 20:00 í sal skólans að Langholtsvegi 109.

Á dagskrá fundarins er:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
Kynning á Bryanston
Heimsókn frá London í apríl og október

Í vetur hefur foreldrafélagið séð um að skipuleggja kaffiumsjónina auk þess sem nemendur fóru saman á óperuna Carmen í nóvember. Við vonumst til að geta farið á eina tónleika á vorönn og í vorferð. Okkur vantar að fá fleira fólk í foreldrafélagið og hvetjum áhugasama um að bjóða sig fram í þetta skemmtilega starf.
Hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að mæta
Stjórnin

Uppskerutónleikar á Degi tónlistarskólanna

Úrval af samleiks- og einleiksatriðum frá lengra komnum nemendum skólans verður á tónleikum sem hefjast kl. 9:30 laugardagsmorguninn15. febrúar í sal Allegro. Á tónleikunum verður meðal áheyrenda "leynigestur" sem hefur fengið það erfiða hlutverk að velja atriði frá skólanum í Nótuna sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Millionair´s Hoedown hópurinn er beðinn um að mæta rétt fyrir kl. 9.00 í smáupphitun.

Vetrarfrí

Vetrarfrí verður föstudaginn 21. febrúar en það er samræmdur frídagur í grunnskólum Reykjavíkur. Ekki verða hóptímar þessa helgi og næstu hóptímar eru því 8. mars.

Útskriftir og próf á vorönn

Vegna lítillar þátttöku verða engir sérstakir útskriftartónleikar í febrúar og mars eins og áður var fyrirhugað. Útskriftartónleikar verða því næst 3. og 10. maí og áfanga- og stigspróf eru áætluð 7.-8. maí.

Masterklass frestað

Masterklass með Auði Hafsteinsdóttur sem settur var á skóladagatalið 14. febrúar frestast af óviðráðanlegum orsökum. Stefnt er að 22. mars í staðinn.

1px