Kæru foreldrar! Takk fyrir daginn í gær! Það var gaman að koma saman í nýjum sal og spila saman; við hlökkum til samstarfsins í vetur á 15 ára afmæli

fretta bordi frumrit
piano 31ag 2013

Kæru foreldrar!
Takk fyrir daginn í gær! Það var gaman að koma saman í nýjum sal og spila saman; við hlökkum til samstarfsins í vetur á 15 ára afmælisári!

Vinsamlegast athugið að bæði Helga Steinunn og Þórdís (breyting frá því sem tilkynnt var í gær) munu á mánudaginn kenna í nýja húsnæðinu Langholtsvegi 109-111. Inngangurinn er beint á móti salnum þar sem við vorum í gær! Tónfræði tímar byrja líka mánudaginn 2. september samkvæmt stundaskrá. Þann sama dag kennir Gyða píanónemendum í Sal Fóstbræðra.

pianonem 31 ag 2013

Búast má við ónæði vegna píanóflutninga á mánudaginn, eins er líklegt einhver frágangur verði eftir, og biðjum við ykkur að sýna þolinmæði gagnvart því.

Ef einhver ykkar lenda í því að týna póstinum okkar í ruslpósti eða vinnupóstaflóði athugið að öll fréttabréf eru jafnóðum birt á heimasíðunni undir „tilkynningar“ hægra megin.

Með bestu kveðjum,
Skólastjórnendur

1px