Foreldrafundur, öskudagur, tónleikar! Við minnum á aðalfund foreldrafélagsins fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.00. Kynning á námskeiðinu í Bryans

fretta bordi frumrit

Foreldrafundur, öskudagur, tónleikar!

Við minnum á aðalfund foreldrafélagsins fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.00. Kynning á námskeiðinu í Bryanston verður meðal fundarefnis.

Við minnum einnig á að miðvikudagurinnn í næstu viku, öskudagur er frídagur hjá nemendum.

Að lokum viljum við nefna tónleika Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík í Norðurljósum Hörpu, sunnudaginn 2. mars kl. 16.00. Þrir nemendur Allegro á framhaldsstigi taka þátt í þessum tónleikum, það er liður í auknu samstarfi milli skólanna.

Tónleikarnir eru haldnir til að minnast þess að 110 ár eru nú liðin frá fæðingu Ragnars í Smára og verður þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram í Hörpu. Efnisskráin er afar glæsileg en á henni er Tragíski forleikurinn eftir J. Brahms, Sellókonsert nr. 1 eftir C. Saint-Saëns og Sinfónía nr. 7 eftir L. van Beethoven. Einleikari á selló er Steiney Sigurðardóttir og stjórnandi er Joseph Ognibene.

1px