15.3.2014 Vorgleði Hollvinafélags Allegro Í samvinnu við foreldrafélag Allegro ætlar Hollvinafélagið að standa fyrir gleðskap í salarkynnum Allegro,

fretta bordi frumrit

15.3.2014

Vorgleði Hollvinafélags Allegro

Í samvinnu við foreldrafélag Allegro ætlar Hollvinafélagið að standa fyrir gleðskap í salarkynnum Allegro, Langholtsvegi 109 – 111, föstudaginn 28. mars. Paella að hætti Cataloniubúa frá Francois Fons matreiðslumeistara verður á boðstólum. Vín og bjór verður til sölu á sanngjörnu verði. Miðinn kostar 3.500 pr. mann. Boðið verður upp á heimatilbúin skemmtiatriði, happdrætti og sungið verður í hverju horni.Reiknaa er með að gleðskapurinn hefjist kl. 20.00 en von er á nánari upplýsingum von bráðar!

Töfraflautan í Allegro og foreldraspjall

Laugardaginn 29. mars kl. 10-12 ætlar Gyða að bjóða nemendum á óperusýningu i sal Allegro, um er að ræða Töfraflautuna í búningi brúðuleikhússinns í Salzburg.
Gyða segir um Töfraflautuna: "Töfraflautan er saga um prinsinn Tamino, sem slæst við dreka og lendir í allskonar ævintýrum, þegar hann reynir að frelsa Pamínu prinsessu (dóttur Næturdtottningarinnar) úr höll Sarastros konungs. Vinur hans og félagi á ferðini er Papageno, sem færir Dísunum Þremur fugla á hverjum degi. Papagano getur aldrei lokað munninum og aldrei þagað yfir leyndarmáli. Töfraflautan er síðasta óperan sem Mozart samdi. Frumflutnings hennar var beðið með eftirvæntingu í Vínarborg 30. september 1791 og hefur hún æ síðan verið ein vinsælasta óperan sem flutt er".

Á meðan börnin horfa á Töfraflautuna ætlum við kennarar að vera til staðar fyrir foreldra með spjall og ráðleggingar. Tilvalið tækifæri fyrir foreldra að koma saman og deila með sér snjöllum lausnum við vandamálum sem alltaf geta komið upp, og styðja við bakið hvort á öðru!

Æfing fyrir tónleikana með ensku gestunum

Æfing verður svo fyrir fiðluhóp 4 og 5 vegna tónleikanna með ensku gestunum kl. 12.30 sama dag. Jafnframt eru allir nemendur sem vilja spila með í Seitz konsertinum á tónleikunum beðnir um að mæta þá einnig.

Óperuferð foreldrafélagsins

Sunnudaginn 30. mars klukkan 16:00 ætlar foreldrafélagið að skipuleggja hópferð á óperuna Hans og Grétu í salnum í Kópavogi, sjá nánar um óperuna hér: http://www.salurinn.is/midasala-og-dagskra/vidburdir-framundan/nr/272

Skráning fer fram í gegnum netfangið allegro.foreldrafelag@gmail.com, munið bara að tiltaka þann fjölda sem ætlar með. Skráningu lýkur miðvikudaginn 19. mars.

Miðaverð á tónleikana eru 3000 kr á mann. Hins vegar fáum við 10% afslátt ef 15 manns mæta (þ.e. 2700 kr miðinn) og 20% afslátt (þ.e. 2400 kr miðinn) ef 30 eða fleiri mæta.

Einnig minni ég á Facebook síðu foreldrafélagsins sem heitir: Foreldrafélag Allegro Suzukitónlistarskólans undir slóðinni https://www.facebook.com/groups/allegro.foreldrafelag/

kveðja f.h. foreldrafélagsins,
S. Andrea Ásgeirsdóttir.

1px