9 apríl 2014 Umsóknir fyrir næsta vetur Kæru foreldrar! Nú eiga allir að vera búnir að fá í hendur umsóknarblað fyrir næsta vetur. Vinsamlegast skil

fretta bordi frumrit

9 apríl 2014

Umsóknir fyrir næsta vetur

Kæru foreldrar! Nú eiga allir að vera búnir að fá í hendur umsóknarblað fyrir næsta vetur. Vinsamlegast skilið blöðunum undirrituðum fyrir páskafrí! Á blöðunum stendur að vísu fyrir 15. apríl, en siðasti kennsludagur fyrir páska er föstudagurinn 11. apríl og skólinn er að mestu lokaður eftir það! Ef einhverjir eru óvissir vinsamlegast sendið póst til skrifstofu -allegro@allegro.is

Þeir sem búa utan Reykjavíkur þurfa að sækja um styrk til tónlistarnáms utan heimasveitarfélags hjá sínu sveitarfélagi og senda staðfestingu á samþykki til skrifstofu Allegro.

Upprifjun

Það eru ekki hóptímar í Allegro í apríl eftir páska. Þess í stað hvetjum við alla til að sækja upprifjunardaga Suzukisambandsins. Kostnaður við upprifjunardag er enginn fyrir þá sem greitt hafa árgjald í ÍSS en kr. 1500 fyrir þá sem ekki hafa greitt árgjald ÍSS skólaárið 2013-14.
Nemendur Allegro hafa nær allir greitt árgjald með skólagjöldum nema þeir hafi óskað þess á umsókn að gera það ekki. Allir sem taka þátt þurfa að skrá sig hér: http://goo.gl/IYFGg2 Skráningu lýkur 22. apríl fyrir fiðluupprifjun en 18. apríl fyrir píanóupprifjun.

Laugardaginn 26. apríl frá kl.10:00 verða þau Kristinn Örn Kristinsson og Brynhildur
Ásgeirsdóttir með upprifjun fyrir píanónemendur.
Farið verður í bækur 1-5 og fer kennslan fram í Tónastöðinni, Skipholti

Sunnudaginn 27. apríl klukkan 13:30-15:30 verða kennaranemar undir leiðsögn Lilju
Hjaltadóttur með upprifjun fyrir fiðlunemendur. Farið verður í bækur 4 og 5 og fer kennslan
fram í Allegro Suzuki tónlistarskólanum. Meðleikari á píanó verður Kristinn Örn Kristinsson.

Sunnudaginn 27. apríl kl.11:00-13:00 verður Guðmundur Kristmundsson með upprifjun
fyrir fiðlunemendur. Farið verður í bækur 1, 2 og 3 og staðsetning er Tónlistarskóli
Árnesinga, Selfossi.
Meðleikari er Margrét Stefánsdóttir.

Um leið og sótt er um upprifjunardag er tilvalið að sækja um sumarnámskeið Suzukisambandsins. Óvenju margir gestakennarar koma erlendis frá að þessu sinni og hvetjum við alla til að kynna sér það sem í boði er. Tengillinn til að sækja um er hér: http://goo.gl/M0w3ap. Nánari upplýsingar á heimasíðu Suzukisambandsins, www.suzukisamband.is

Tónleikar á laugardaginn!

Við minnum á tónleika strengjahópsins frá London og fiðlunemenda Allegro kl. 18.00 laugardaginn 12. apríl í Langholtskirkju. Endilega bjóðið með ykkur gestum! Ókeypis og allir velkomnir!

Fyrsti kennsludagur eftir páska!

Fyrsti kennsludagur eftir páska er miðvikudagurinn 23. apríl. Sumardagurinn fyrsti er frídagur, sömuleiðis 1. maí. Með uppbótarkennsludegi 30. maí fá fimmtudagsnemendur samt sem áður jafnmarga kennsludaga yfir árið eins og fram kemur á skóladagatalinu.

Njótið frísins, við hlökkum til að hitta ykkur aftur endurnærð fyrir lokasprettinn!
GLEÐILEGA PÁSKA!

1px