Kaffiumsjón Nú eru hér komnir kaffiumsjónarlistar og upplýsingar um kaffiumsjón sem stjórn foreldrafélagsins undir forystu Andreu hefur sett saman. Þ

fretta bordi frumrit

Kaffiumsjón

Nú eru hér komnir kaffiumsjónarlistar og upplýsingar um kaffiumsjón sem stjórn foreldrafélagsins undir forystu Andreu hefur sett saman. Þar með hefur stjórnin tekið við keflinu af Ollu sem hefur séð um þetta síðustu 10 árin eða svo! Listana finnið þið einnig uppi í skóla svo og á heimasíðunni undir kaffiumsjón.

Skólagjöldin

Búið er að senda út greiðsluseðla vegna skólagjalda. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi skólagjöldin endilega sendið okkur póst!

Póstlistinn

Það eru miklu fleiri á póstlista heldur en sem svarar núverandi nemendum og foreldrum við skólann. Sumir eru svo miklir hollvinir að þeir vilja fylgjast með löngu eftir að börnin eru farin úr skólanum og finnst okkur það notalegt. Ef hins vegar einhverjir vilja ekki fá póstinn er einfaldasta mál að smella á tengil sem alltaf kemur fyrir neðan fréttabréfið!

Með kveðju, skólastjórnendur

1px